Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Uppfært: Vegna tækniörðugleika var ekki hægt að sýna fréttirnar á Vísi.



Þrjátíu af yfir áttatíu sjúkrabílnum sem eru í notkun á landinu eru orðnir of gamlir eða of mikið keyrðir samkvæmt viðmiðunarreglum sem Rauði krossinn vinnur eftir. 360 milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli heilbrigðisráðuneytisins um hvernig fjármunum hafi verið ráðstafað enda sé ljóst að þeim hafi ekki verið ráðstafað í endurnýjun á bílum. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig er fjallað um yfirtökutilboð sem norska félagið Salmar hefur gert öðrum eigendum Arnarlax en miðað við tilboðið er laxeldisfyrirtækið á Bíldudal komið í flokk verðmætustu fyrirtækja landsins.

Rætt er við bankastjóra Arion banka í kvöldfréttum sem segir stjórnvöld stýra landsmönnum í átt að viðskiptum við erlenda banka og lífeyrissjóði með of miklum álögum á íslensku bankana. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Fjallað er um nýja stefnu í almenningssamgöngumálum sem samgönguráðherra kynnti í dag þar sem niðurgreiðsla ríkisins mun aukast og við fylgjumst með þúsund manns dansa í Hörpu sem tók þannig afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×