Innlent

Níu tillögur um hverfiskjarna í Breiðholti hlutu brautargengi

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Efra-Breiðholti
Frá Efra-Breiðholti Vísir/Vilhelm
Hugmyndaleit Reykjavíkurborgar um starfsemi til bráðabirgða í tveimur hverfiskjörnum í Breiðholti, annars vegar í Arnarbakka í Bakkahverfi og hins vegar í Völvufelli í Efra-Breiðholti er lokið. Reykjavíkurborg keypti húsnæðin sem um ræðir og fær afhent á árinu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Borginni bárust í heildina 26 erindi og voru níu þeirra taldar áhugaverðastar af starfshóp sem meðal annars var skipaður fulltrúum íbúa hverfisins. 

Verkefnin sem hlutu náð fyrir augum starfshópsins voru eftirfarandi:

Karlar í skúrum – Rauði krossinn

Smíðastofa fyrir einhverfa karla – Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Verkstæði og kennslurými – áhugahópur kennara og handverksmanna

Hjólafærni og Hjólakraftur

Vegglistasamsteypan

Stelpur Rokka

Lærdómsmiðstöð í ræktun plantna – Seljagarður

Upptökuver

Bardagaíþróttir – Íþróttafélag Reykjavíkur

Verkefnið hluti af framtíðarsýn borgarinnar

Niðurstöðurnar voru í liðinni viku kynntar Borgarráði sem heimilaði viðræður við hópanna. Þegar samningar nást verður málið aftur lagt fyrir borgarráð.

Kaup borgarinnar á hverfiskjörnunum er samkvæmt tilkynningunni hluti af framtíðarsýn borgarinnar. Reykjavíkurborg vill með þessu stuðla að uppbyggingu á svæðunum og bæta bæði nýtingu þeirra og ásýnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×