Enski boltinn

Eiginkonan neitar að tala við Man. United-manninn eftir tapleiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester United.
Leikmenn Manchester United. Getty/Charlotte Wilson
Miðvörður Manchester United er svo tapsár að eiginkonan vill ekkert með hann hafa fyrstu klukkutímana eftir tapleiki.

Sænski miðvörðurinn Victor Nilsson Lindelöf hefur stimplað sig vel inn í lið Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn á Old Trafford.

„Ég hata að tapa. Það er versta tilfinning sem ég þekki. Ég get orðið mjög reiður eftir tapleiki og konan mín þekkir það vel,“ sagði Victor Lindelöf í viðtali við Inside United. Dagbladet segir frá.

Victor Lindelöf giftist Maju Nilsson Lindelöf síðasta sumar og þau eiga nú von á sínu fyrsta barni.

Maja Nilsson Lindelöf hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum þar sem hún segir frá lífi þeirra hjóna og er óhrædd að svara gagnrýnendum og samfélagströllum. Hún er líka dugleg að gera grín að eiginmanni sínum.

Victor Lindelöf segir að eiginkonan hafi vit á því að láta hann í friði eftir tapleikina.

„Þá talar hún ekki við mig í dágóðan tíma eftir að ég kem heim. Ég geri mér samt grein fyrir þvi að það er mikilvægt að komast sem fyrst yfir þetta. Það er í lagi að reiðast en eftir nokkra klukkutíma verður þú bara að segja þetta hott. Ég er góður í því,“ sagði Victor Lindelöf.

Victor Lindelöf hefur spilað tíu af tólf leikjum Manchester United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær eða alla nema deildarleik á móti Fulham og bikarleik á móti Reading.



 
 
 
View this post on Instagram
Mom and dad

A post shared by Maja Nilsson Lindelöf (@majanilssonlindelof) on Feb 5, 2019 at 7:36am PST












Fleiri fréttir

Sjá meira


×