Enski boltinn

Jürgen Klopp var nálægt því að verða stjóri Bayern München

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. Getty/GASPA/ullstein
Næsti leikur hjá Jürgen Klopp og lærisveinum hans í Liverpool er á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Liverpool tekur á móti Bayern München á Anfield í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn.

Uli Hoeness, forseti Bayern München, hefur sagt frá því að litlu munaði að Jürgen Klopp yrði knattspyrnustjóri Bayern München fyrir ellefu árum síðan. Bayern var þá að leita að eftirmanni Ottmar Hitzfeld.

Þetta var sumarið 2008 og Jürgen Klopp var að hætta með lið Mainz. Hann fór ekki til Bayern München heldur tók við liði Borussia Dortmund og var þar í sjö ár. Klopp hefur síðan verið knattspyrnustjóri Liverpool frá 2015.





„Ég hef persónulega mikið álit á Jürgen Klopp. Fyrir mörgum árum þá vorum við búnir að ákveða að vinna saman en við enduðum á því að ráða Jürgen Klinsmann í staðinn,“ sagði Uli Hoeness við Sky Sports.

Jürgen Klinsmann var knattspyrnustjóri frá 1. júlí 2008 til 27. apríl 2009 þegar hann var rekinn og Jupp Heynckes stýrði liðinu til loka tímabilsins.

Louis van Gaal var síðan ráðinn sumarið 2009 og var með liðið í tæp tvö ár.

Bayern hefur síðan ráðið Pep Guardiola, Carlo Ancelotti og nú síðast Niko Kovac.

Það hefði kannski farið öðruvísi ef Jürgen Klopp hefði tekið við Bayern liðinu fyrir tæpum ellefu árum.

„Þarna sýndi ég honum hvað ég bar mikla virðingu fyrir hinum og hans vinnu. Þetta verður erfitt verkefni hjá báðum liðum. Ég vona samt að við höfum vetur,“ sagði Hoeness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×