Fótbolti

Rúrik lagði upp í Íslendingaslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúrik Gíslason í leik með Sandhausen
Rúrik Gíslason í leik með Sandhausen vísir/getty
Rúrik Gíslason lagði upp mark Sandhausen sem gerði jafntefli við Darmstadt í Íslendingaslag í þýsku B-deildinni í fótbolta.

Heimamenn í Sandhausen fengu hornspyrnu á 24. mínútu sem íslenski landsliðsmaðurinn tók. Fabian Schleusener var mættur í teiginn og skallaði spyrnu Rúriks í marknetið.

Gestirnir í Darmstadt jöfnuðu metin úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar.

Ekkert mark kom í seinni hálfleik og enduðu leikar með 1-1 jafntefli.

Rúrik spilaði allan leikinn fyrir Sandhausen og það gerði Guðlaugur Victor Pálsson líka í liði Darmstadt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×