Íslenski boltinn

Betra fyrir íþróttamenn að spila á náttúrulegu grasi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Grasið er farið af Kópavogsvelli
Grasið er farið af Kópavogsvelli vísir/stefán
Vallarstjóri hjá NFL liðinu Pittsburgh Steelers segir það betra fyrir íþróttamenn að spila á náttúrulegu grasi, en hann skilji þó þá þróun að lið færi sig yfir á gervigras.

Andy Lipinski var á meðal þeirra sem töluðu á ráðstefnu sem samtök íþrótta- og golfvallarsamtaka á Íslandi halda um helgina.

„Náttúrulega grasið er betra fyrir atvinnuíþróttamenn. Ég held að það komi betur út hvað varðar meiðsli, en þá gerir maður ráð fyrir því að spila á góðum velli,“ sagði Lipinski við Henry Birgi Gunnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Ef völlurinn slitnar verður mun erfiðara að leika á honum. Ef vellirnir eru mikið notaðir getur gervigras komið betur út.“

Helmingur liðanna í Pepsideildinni næsta sumar munu spila á gervigrasi. Valur og Stjarnan hafa spilað á gervigrasi síðustu ár, Fylkir bættist í hópinn undir lok síðasta sumars og bæði Breiðablik og Víkingur færa sig á gervigrasið í vetur. Þá spilar HK, sem er nýliði í deildinni í sumar, á gervigrasi í Kórnum.

„Ef álagið er meira en grasvöllur getur tekið og það eru ekki til fjármunir til að viðhalda honum þá getur gerviefnið verið góður kostur.“

Klippa: Betra fyrir íþróttamenn að spila á náttúrulegu grasi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×