Viðskipti innlent

Kaupmaður á horninu opnar á Hallveigarstíg

Ari Brynjólfsson skrifar
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson
„Ég fékk lyklana afhenta fyrir tveimur vikum og við erum búin að vinna nánast allan sólarhringinn,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson sem opnar í dag verslunina Super1 við Hallveigarstíg. Verslunin kemur í stað Bónuss sem var lokað í janúar.

Sigurður Pálmi hyggst verða eins konar kaupmaður á horninu. „Það verður meira úrval og lengri opnunartími. Ef einhver vill koma á framfæri ábendingum þá er bara nóg að koma, ég verð hér alla daga,“ segir hann.

Sjá einnig: Danir koma að opnun nýrra matvöruverslana

Sigurður Pálmi segir að Super1 muni einbeita sér að vörum í minni pakkningum, lífrænum vörum og umhverfisvænum. Áhersla verði á að þjónusta gangandi vegfarendur.

„Við verðum með litlar pakkningar og þá verður hægt að kaupa allt sem vantar og ganga með það heim.“

Segja má að verslunarrekstur sé Sigurði Pálma í blóð borinn; afi hans, Pálmi Jónsson, stofnaði Hagkaup. „Ég ólst upp við þetta, þetta er bara áhugamálið mitt.“ Á þriðja tug starfa í nýju versluninni. Margir voru áður í Bónus. „Ég er ofboðslega þakklátur fyrir að hafa svona hóp af fólki með mikla reynslu og þekkingu, annars hefði þetta aldrei tekist,“ segir Sigurður Pálmi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×