Erlent

Hraðskreiðasta lest Indlands bilaði í jómfrúarferðinni

Andri Eysteinsson skrifar
Modi forseti sendir hraðlestina hér af stað í gær.
Modi forseti sendir hraðlestina hér af stað í gær. EPA/ Indian Government Press Bureau
Ný hraðlest, sem sögð er vera sú hraðskreiðasta í Indlandi, bilaði í jómfrúarferð sinni í dag. Lestinni er ætlað að stytta ferðatímann milli höfuðborgar Indlands, Nýju Delí og borgarinnar Varanasi í héraðinu Uttar Pradesh, úr tólf klukkustundum í sex. BBC greinir frá.

Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi hafði vígt lestina við hátíðlega athöfn í gær. Lestin hélt þaðan í sína fyrstu ferð með fjölmiðlafólk og starfsmenn lestarfyrirtækja innanborðs.

Á leið til baka til höfuðborgarinnar festust bremsur lestarinnar, reykur kom frá nokkrum vögnum auk þess að rafmagnið fór af lestinni.

BBC hefur eftir lestaryfirvöldum í Indlandi að lestin hafi á ferð sinni ekið á kú og hafi áreksturinn valdið biluninni. Samkvæmt indverskum miðlum mun framhlið lestarinnar hins vegar vera ósködduð, sem bendir til þess að útskýringar yfirvalda séu rangar.

Áætlað hafði verið að áætlunarferðir lestarinnar myndu hefjast á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×