Erlent

Þúsundir mótmæltu fyrir utan albanska þinghúsið

Atli Ísleifsson skrifar
Ásakanir um spillingu hafa gengið á víxl milli stjórnar og stjórnarandstöðu.
Ásakanir um spillingu hafa gengið á víxl milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Getty
Þúsundir komu saman fyrir utan þinghús Albaníu í höfuðborginni Tirana í dag þar sem afsagnar forsætisráðherrans Edi Rama var krafist.

Til átaka hefur komið og hefur lögregla beitt táragasi og vatnsbyssur til að stöðva mótmælendur sem hafa gert sig líklega til að ráðast inn í sjálft þinghúsið. Einstaka mótmælendur hafa kastað grjóti og öðru lauslegu í átt að lögreglu.

Lulzim Basha, leiðtogi Lýðræðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, hvatti landsmenn til að láta í sér heyra síðastliðinn miðvikudag.

Sagði Basha að sunnudagurinn yrði síðasti dagur Rama við völd og að nauðsynlegt væri að koma honum frá, sama hvað það kostaði.

Ásakanir um spillingu hafa gengið á víxl, en nú hefur bandalag fimm flokka tekið höndum saman í tilraun til að koma forsætisráðherranum frá þannig að boðað verði til nýrra kosninga í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×