Erlent

Nokkrar hæðir há­skóla­byggingar í Péturs­borg féllu saman

Atli Ísleifsson skrifar
ITMO-háskólinn er ríkisrekinn háskóli sem sérhæfir sig í kennslu upplýsingatækni og ljóseindatækni.
ITMO-háskólinn er ríkisrekinn háskóli sem sérhæfir sig í kennslu upplýsingatækni og ljóseindatækni. EPA/ANATOLY MALTSEV
Fjölda hæða í byggingu á svæði háskóla í Pétursborg féllu saman fyrr í dag.

Frá þessu greina rússneskir fjölmiðlar en upphaflega var óttast að tugir manna hafi grafist undir í rústunum. Nú er hins vegar talið að enginn hafi farist.

Fjölmiðlar segja að veggir hafi látið undan á svæði þar sem framkvæmdir stóðu yfir og voru því einhverjir verkamenn á staðnum. Sömuleiðis fór fram kennsla í byggingunni og var um áttatíu nemendum við skólann gert að rýma bygginguna.

EPA
Tass segir frá því að þakið hafi hrunið á fimmtu hæð hússins og gólfið á öllum hæðum niður aðra hæð fallið saman.

ITMO-háskólinn er ríkisrekinn háskóli sem sérhæfir sig í kennslu upplýsingatækni og ljóseindatækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×