Enski boltinn

„Sanchez hefur tapað hungrinu“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sanchez
Alexis Sanchez vísir/getty
Alexis Sanchez hefur misst hungrið til þess að vinna leiki. Þetta segir knattspyrnusérfræðingurinn Paul Merson.

Sílemaðurinn hefur ekki náð sér almennilega á strik í búningi Manchester United og ekki einu sinni koma Ole Gunnar Solskjær hefur náð að blása lífi í Sanchez.

„Ég vona að við sjáum hinn gamla Sanchez aftur, en ég sé hvorki sjálfstraust né hungur í augunum á honum lengur,“ sagði Merson.

„Það fyrsta sem maður hugsaði þegar nafn Sanchez kom upp var að hann var vinnuhestur. Ég sé það ekki lengur.“

„Það er skömm að hann hafi tapað hungrinu því hann var góður.“

Manchester United mætir Chelsea í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar á mánudagskvöld.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×