Enski boltinn

United undirbýr risatilboð í Sancho

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sancho spilaði sinn fyrsta félagsleik á Englandi í tæp tvö ár þegar Dortmund fékk flengingu gegn Tottenham á Wembley
Sancho spilaði sinn fyrsta félagsleik á Englandi í tæp tvö ár þegar Dortmund fékk flengingu gegn Tottenham á Wembley vísir/getty
Manchester United undirbýr nú risatilboð í nýjustu vonarstjörnu Englendinga, Jadon Sancho.

Sancho er átján ára gamall og hefur heillað heimsbyggðina með góðri frammistöðu hjá Borussia Dortmund. Hann ákvað að yfirgefa England og ganga til liðs við þýska liðið árið 2017.

Samkvæmt frétt The Sun ætlar United að bjóða 70 milljónir punda í leikmanninn sem er verðmiðinn sem Dortmund setur á Sancho.

Sancho var tvö ár í herbúðum akademíu bláu nágrannana í City en þar sem Pep Guardiola gat ekki lofað honum spilatíma þá ákvað Sancho að færa sig annað.

Í samningi Sancho segir að City fær 15 prósent af kaupverðinu ásamt því að fá tækifæri til þess að jafna öll tilboð sem koma í framherjann.

Sacho hefur skorað átta mörk og gefið 13 stoðsendingar í 29 leikjum fyrir Dortmund á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×