Erlent

Brimbrettakappi bitinn af hákarli í Byronflóa

Andri Eysteinsson skrifar
Ströndinni var lokað í kjölfar atviksins
Ströndinni var lokað í kjölfar atviksins EPA/ Dave Hunt
Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur rakleitt á sjúkrahús eftir að hafa verið bitinn af hákarli er hann var á brimbretti út af strönd Byron-flóa í Nýju Suður Wales í Ástralíu. CNN greinir frá.

Lögreglu barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan sjö um morgun að staðartíma, hlúð var að manninum á ströndinni áður en hann var fluttur á sjúkrahús í stöðugu en alvarlegu ástandi. Vitni að atvikinu sagði að hákarlinn hafi náð stórum bita af fótlegg mannsins. Talið er mögulegt að um sé að ræða ungan hvítháf

Um er að ræða þriðju hákarlaárásina sem á sér stað úti fyrir ströndum Ástralíu á árinu. Í fyrra voru skráðar 27 hákarlaárásir í landinu þar endaði ein með dauða 33 ára gamals karlmanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×