Fótbolti

Sjö manna lið tapaði með tuttugu mörkum á Ítalíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Michele Emmausso fagnar marki
Michele Emmausso fagnar marki vísir/getty
Það sáust ótrúlegar tölur í ítölsku C-deildinni í dag þegar Cuneo rótburstaði Pro Piacenza.

Eftir tíu mínútur var staðan orðin 4-0 fyrir heimamenn í Cuneo. Edoardo Defendi og Hicham Kanis skoruðu tvö mörk hvor.

Piacenza mætti aðeins til leiks með sjö leikmenn, það minnsta sem þarf til þess að leikurinn geti farið fram. Sex leikmannanna voru undir átján ára að aldri, þar á meðal Nicola Cirigliano fyrirliði og þjálfari liðsins. Sjöundi maðurinn var 39 ára liðsstjóri liðsins. 

Þegar blásið var til hálfleiks var staðan orðin 16-0. Defendi bætti við þremur mörkum en var svo tekinn af velli eftir þrjátíu mínútur, kominn með fimm mörk.. Kanis kláraði leikinn með sex mörk



Í seinni hálfleik skoruðu heimaenn fjögur mörk til viðbótar og lauk leiknum með 20-0 sigri. Francesco de Stefano og Michele Emmausso voru báðir með þrennu í leiknum.

Fyrir þennan leik hafði Cuneo aðeins skorað 18 mörk í 24 leikjum í A-riðli C-deildarinnar, en liðið er um miðja deild.

Aðallið Piacenza og þjálfaralið félagsins neitaði að fara til Cuneo þar sem þeir hafa ekki fengið launin sín greidd. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×