Erlent

Dregur tilnefningu sína til sendiherra Sameinuðu þjóðanna til baka

Sylvía Hall skrifar
Heather Nauert.
Heather Nauert. Vísir/Getty
Heather Nauert, talskona utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og fyrrum fréttamaður og þáttastjórnandi hjá Fox News, hefur dregið tilnefningu sína til sendiherrastöðu hjá Sameinuðu þjóðunum til baka.

Sjá einnig: Talskona utanríkisráðuneytisins verður tilnefnd sem sendiherra hjá SÞ

Tilnefning Nauert vakti mikla athygli á sínum tíma en hún hafði enga reynslu af opinberum störfum fyrr en hún var valin til að gegna stöðu talsmanns utanríkisráðuneytisins í fyrra. Hún segir ákvörðunina um að draga tilnefningu sína til baka hafa verið tekna í þágu fjölskyldunnar.

„Síðustu tveir mánuðir hafa verið afar erfiðir,“ sagði Nauert í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á laugardag en tveir mánuðir eru liðnir frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi hana til stöðunnar.

Nauert hefði tekið við af Nikki Haley sem sagði af sér sem sendiherra í byrjun október á síðasta ári. Sjá frétt BBC um málið.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×