Fótbolti

Mourinho horfir til Frakklands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho hefur það gott í fríinu en er farinn að huga að næsta skrefi.
Mourinho hefur það gott í fríinu en er farinn að huga að næsta skrefi. vísir/getty
Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho segir að það heilli að prófa að þjálfa í nýju landi og það heillar hann að starfa næst í Frakklandi.

Mourinho var rekinn frá Man. Utd í desember og hefur þegar hafnað tilboði frá Benfica.

Mourinho hefur einnig starfað á Spáni og Ítalíu en er spenntur fyrir einhverju nýju. Hann hefur áður verið orðaður við PSG í Frakklandi.

„Ég get séð fyrir mér að ég starfi í frönsku úrvalsdeildinni. Ég hef unnið í fjórum löndum og finnst gaman að prófa nýja menningu. Það væri frábær reynsla að þjálfa í nýju landi,“ sagði Mourinho.

„Mér liggur samt ekkert á. Ég er að reyna að njóta lífsins með vinum og fjölskyldu. Ég mun fara rólega yfir hlutina þegar eitthvað spennandi kemur á borðið.“

Mourinho viðurkennir að það sé ágætt að vera í nokkurra mánaða fríi en eftir páska verði hann orðinn óþreyjufullur að fara að vinna.

„Ég ætla að koma sterkari til baka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×