Enski boltinn

Gætu báðir náð Liverpool leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Martial og Jesse Lingard í sjónvarpsviðtali.
Anthony Martial og Jesse Lingard í sjónvarpsviðtali. Getty/ John Peters
Meiðsli tveggja lykilmanna í liði Manchester United virðast ekki vera eins alvarleg og óttast var fyrir aðeins nokkrum dögum.

Bjartsýni er nú innan herbúða Manchester United að þeir Anthony Martial og Jesse Lingard verði báðir leikfærir á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Það kom fram á blaðamannafundi fyrir bikarleik liðsins í kvöld að þeir Anthony Martial og Jesse Lingard yrðu báðir frá í tvær til þrjár vikur og myndu þar með missa bæði af bikarleiknum á móti Chelsea sem og stórleiknum í deildinni á móti Liverpool.





Ole Gunnar Solskjær talað um tognanir leikmanna sinna á blaðamannafundi á föstudaginn var og nefndi þessar tvær til þrjár vikur. Þá voru aðeins níu dagar í Liverpool leikinn eða rétt rúm vika.

Daily Mirror slær því aftur á móti upp í dag að báðir leikmenn eigi nú möguleika á því að ná Liverpool leiknum.

Anthony Martial og Jesse Lingard meiddust báðir í fyrri hálfleik á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni og það mátti sjá mikinn mun á ógnun liðsins fram á völlinn eftir að þeir voru báðir farnir af velli.

Anthony Martial hefur skorað 11 mörk í 28 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili en Jesse Lingard er með 5 mörk og 4 stoðsendingar í 27 leikjum í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×