Körfubolti

Hlynur kveður íslenska landsliðið líka á fimmtudagskvöldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Vísir/Bára
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, mun spila sinn síðasta landsleik á fimmtudaginn alveg eins og Jón Arnór Stefánsson.

Jón Arnór Stefánsson hafði áður gefið það út að hundraðasti landsleikur hans yrði hans síðasti en Ísland spilar við Portúgal í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn í forkeppni EM.

KKÍ staðfestir það á Twittersíðu sambandsins að þetta verði einnig síðasti leikurinn hans Hlyns.





Hlynur Bæringsson hefur spilað 124. landsleiki frá árinu 2000 þar af 77 þeirra sem fyrirliði. Hann hefur skorað 1269 stig í þessum leikjum eða 10,3 að meðaltali í leik.

Hlynur lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Makedóníu í Skopje 23. febrúar 2000 en fyrsti heimaleikur hans og næsti landsleikur var þó ekki fyrr en á móti Noregi í DHL-höllinni 24. maí 2003.

Hlynur var fyrirliði íslenska landsliðsins á tveimur fyrstu stórmótum sínum á Eurobasket 2017 í Berlín og Eurobasket 2019 í Helsinki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×