Enski boltinn

Leeds missir „Víkinginn sinn“ í meiðsli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kemar Roofe fagnar einu marka sinna á tímabilinu.
Kemar Roofe fagnar einu marka sinna á tímabilinu. Getty/Nathan Stirk
Kemar Roofe mun ekki hjálpa Leeds United mikið á næstunni en þessi fyrrum leikmaður Víkinga á Íslandi meiddist á hné í síðustu viku.

Hinn 26 ára gamli Kemar Roofe hefur skorað fjórtán mörk með Leeds á leiktíðinni en hann lék nokkra leiki með Víkingum árið 2011.





Leeds staðfesti að Kemar Roofe hafði skaðað liðbönd hné í leik á móti Swansea á Elland Road en að leikmaðurinn og læknalið félagsins vinni nú í því að koma honum aftur inn á völlinn.

Leeds hefur ekki gefið út hversu lengi Kemar Roofe verður frá liðið á mjög góða möguleika á því að vinna sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Kemar Roofe er á sínu þriðja tímabili með Leeds en hann hefur hækkað markaskor sitt á hverju tímabili í ensku b-deildinni. Roofe var með 3 mörk 2016-17, skoraði 11 mörk í 36 leikjum 2017-18 og er þegar kominn með 14 mörk í 23 leikjum í vetur.

Leeds United er eins og er í þriðja sæti með jafnmörg stig en lélegri markatölu en Sheffield United. Norwich er í toppsætinu með tveimur stigum meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×