Erlent

Heil­brigðis- og mat­væla­stjóri ESB vill verða for­seti í heima­landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Vytenis Andriukaitis er hjartaskurðlæknir að mennt.
Vytenis Andriukaitis er hjartaskurðlæknir að mennt. EPA
Litháinn Vytenis Andriukaitis, heilbrigðis- og matvælastjóri ESB, hefur boðið sig fram til forseta í heimalandinu. Forsetakosingar fara fram í Litháen þann 12. maí og aftur tveimur vikum síðar, sé þörf á annarri umferð.

Andriukaitis hefur óskað eftir leyfi frá störum innan framkvæmdastjórnar ESB til að há sína kosningabaráttu að því er fram kemur í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni.

Andriukaitis, sem er hjartaskurðlæknir að mennt, hefur gegnt emætti framkvæmdastjóra hjá ESB frá árinu 2014. Hann var heilbrigðisráðherra Litháen á árunum 2012 til 2014.

Fyrr á árinu var greint frá því að Slóvakinn Maros Sefcovic, framkvæmdastjóri orkumála innan Evrópusambandsins, hefði einnig sótt um leyfi frá störfum þar sem hann sækist eftir því að verða forseti Slóvakíu. Forsetakosningar fara fram í Slóvakíu 16. mars.

Reiknað er með að starfsskyldur Andriukaitis færist yfir á aðra framkvæmdastjóra. Verði þeir Andriukaitis og Sefcovic kjörnir forsetar í heimalöndum sínum verða nýir framkvæmdastjórar skipaðir, jafnvel þó að núsitjandi framkvæmdastjórn láti af störfum í haust.

Kosningar til Evrópuþingsins fara fram í lok maí og verður í kjölfarið skipað í æðstu stöður ESB og ný framkvæmdastjórn svo skipuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×