Körfubolti

Stjarnan vann fjóra af níu bikurum helgarinnar: „Ekki neinar byltingar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var ekki bara meistaraflokkur karla hjá Stjörnunni sem fagnaði bikarmeistaratitli í körfubolta um helgina því alls unnu fjórir karlaflokkar félagsins bikarmeistaratitil.

Það hefur aldrei gerst áður og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að það sé enginn bylting í Garðabæ heldur mikil vinna að skila sér.

„Okkar álit er að mikilvægustu þjálfararnir eru þeir sem taka við yngstu börnunum. Það hafa ekki verið neinar byltingar en deildin er ekki gömul. Við erum að byrja að uppskera,“ sagði Hilmar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Að vinna fjóra af níu bikurum helgarinnar segir okkur að við erum að gera eitthvað rétt. Við stefnum á því að halda áfram á sömu braut,“ en Stjarnan er í toppbaráttu Dominos-deildar karla. Er stefnan sett á Íslandsmeistaratitilinn?

„Ég fékk fullt af skilaboðum hvort við værum ruglaðir er við ákváðum að skipta okkar erlenda leikmanni út en það hefur sýnt sig að við vorum að gera rétt. Ég held að það hafi komið fram hjá bæði þjálfara og leikmönnum að stefnan er á næsta titil.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×