Innlent

Eldur kom upp á bíla­verk­stæði á Sauð­ár­króki

Atli Ísleifsson skrifar
Bílaverkstæðið stendur við Hesteyri 2 við höfnina í bænum.
Bílaverkstæðið stendur við Hesteyri 2 við höfnina í bænum. Brunavarnir Skagafjarðar
Brunavarnir Skagafjarðar voru ræstar út í nótt vegna elds sem kom upp á bílaverkstæði K.S á Sauðárkróki.

Á Facebook-síðu Brunavarna Skagafjarðar segir að svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í tæki, sem prófi ljósabúnað ökutækja og borst þaðan í flutningavagn sem stóð hjá.

„Slökkvistarf gekk greiðlega og var húsið reykræst í framhaldi. Betur fór en á horfðist og má þakka það m.a. almennum eldvörnum s.s brunaviðvörunarkerfi hússins og brúnahólfun.

Talsvert tjón varð á vagninum og eitthvað tjón á húsnæðinu af völdum sóts,“ segir í tilkynningunni.

Bílaverkstæðið stendur við Hesteyri 2 við höfnina í bænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×