Enski boltinn

Ole Gunnar jafnaði met Sir Alex í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba er eins og nýr maður síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við.
Paul Pogba er eins og nýr maður síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við. Getty/James Williamson
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United jöfnuðu í gær félagsmetið yfir flesta útisigra í röð.

Sigurinn á Chelsea á Stamford Bridge í gær var sjöundi útisigur liðsins í röð en Solskjær tók við af Jose Mourinho eftir 3-1 tap á móti Liverpool á Anfield.

Manchester United vann 5-1 útisigur á Cardiff City í fyrsta leik Ole Gunner Solskjær og hefur síðan unnið sex útileiki til viðbótar.

Liðið hefur haldið hreinu í fimm af þessum sjö leikjum og skorað í þeim sautján mörk eða 2,4 mörk að meðaltali í leik.





Manchester United náði aðeins tvisvar sinnum að vinna sjö útileiki í röð í öllum keppnum í stjóratíð Sir Alex Ferguson frá 1986 til 2013. Fyrst náði United-liðið því árið 1993 og svo aftur níu árum síðar.

Útileikir Manchester United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær:

22. desember 2018: 5-1 sigur á Cardiff í deild

2. janúar 2019: 2-0 sigur á Newcastle í deild

13. janúar 2019: 1-0 sigur á Tottenham í deild

25. janúar 2019: 3-1 sigur á Arsenal í bikar

3. febrúar 2019: 1-0 sigur á Leicester City í deild

9. febrúar 2019: 3-0 sigur á Fulham í deild

18. febrúar 2019: 2-0 sigur á Chelsea í bikar

7 sigrar í 7 leikjum

Markatalan er: +15 (17-2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×