Íslenski boltinn

Þórhallur þjálfar Þrótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórhallur Siggeirsson og Halldór Geir Heiðarsson.
Þórhallur Siggeirsson og Halldór Geir Heiðarsson. Mynd/Heimasíða Þróttar
Þórhallur Siggeirsson verður þjálfari Þróttar í Inkasso deildinni í sumar og mun taka við starfinu af Gunnlaugi Jónssyni.

Þróttur segir frá samningi sínum við Þórhall sem nær út næstu þrjú tímabil eða til loka keppnistímabils árið 2021. Þróttur segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Þróttaraliðið endaði í 5. sæti í Inkasso-deildinni á síðasta tímabili en Gunnlaugur tók við liðinu í apríl eftir að Gregg Ryder hætti óvænt. Ári síðar hætti Gunnlaugur síðan líka með félagið þegar undirbúningstímabilið var hafið.





Þórhallur var aðstoðarþjálfari Gunnlaugs Jónssonar á síðasta keppnistímabili en hann er jafnframt yfirþjálfari yngri flokka starfs hjá Þrótti og mun halda því starfi áfram.

Þórhallur er með UEFA-A þjálfaragráðu auk þess að vera með M.Sc gráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík og hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka.

Þórhallur hefur þjálfað hjá HK, Val og nú síðast hjá Stjörnunni þar sem hann var yfirþjálfari yngri flokka frá 2014-2017 en þetta er frumraun hans sem aðalþjálfari meistaraflokks.

Aðstoðarmaður Þórhalls verður Halldór Geir Heiðarsson. Halldór Geir, sem hefur verið hluti af þjálfarateymi meistaraflokks og 2.flokks auk þess að vera yfirmaður afreksþjálfunar í ellefu manna bolta. Hann mun væntanlega ná UEFA-A þjálfaragráðu síðar í vor en hann var áður þjálfari í yngri flokkum Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×