Sænsk leikstjarna hangir í Hólminum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 15:00 Lena Endre er landsmönnum sem þekkja til Millenium þríleiksins að góðu kunn. Getty/Andrew H. Walker Sænska leikkonan Lena Endre lætur fara vel um sig í Stykkishólmi þessa dagana við tökur á átta þátta sjónvarpsseríu sem ber heitið 20/20 fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Yellowbird. Saga film er í lykilhlutverki við tökurnar og segir Bergsveinn Jónsson tökustaðastjóri að öllum sé mikið í mun að allt sé í nánu samstarfi við íbúa í Stykkishólmi. Tökuliðið mætti í Stykkishólm í byrjun vikunnar og sást til Lenu Endre á veitingastaðnum Narfeyrarstofu þar sem reikna má með að verði gestkvæmt næstu daga. Greint var frá því á vef RÚV í nóvember að serían væri skrifuð af Jónasi Margeiri Ingólfssyni, Jóhanni Ævari Grímssyni og Birki Blæ Ingólfssyni.Fjölmörg farartæki Samkvæmt heimildum Vísis gerist serían á Grænlandi þar sem fundur stendur yfir sem tengist loftslagsmálum og málefnum norðurslóða. Fóru handritshöfundar til Grænlands í fyrravetur og sagði Jónas Margeir í viðtali við RÚV að stuðst væri við sögur og atvik frá heimsókn þeirra þangað. Stykkishólmur virðist hafa verið valinn þar sem bærinn svipar á ýmsan hátt til bæja á Grænlandi. Er reiknað með því að tökur standi yfir að minnsta kosti til 13. mars. „Það er okkur mikið í mun að vinna í góðu samstarfi við ykkur kæru íbúar og er það okkur ofarlega í huga að þið verðið ekki fyrir óþægindum vegna starfs okkar. Okkur fylgja mikið af farartækjum ásamt nokkrir af stærri gerðinni og þó nokkuð umstang en við munum reyna að lágmarka umgang og truflun eins og mögulegt er,“ segir tökustjórinn Bergsveinn Jónsson á vef Stykkishólmsbæjar.Þekkt úr þríleik „Við komum til með að tilkynna ykkur reglulega í hvaða götum við komum til með að vera að vinna í með stuttum fyrirvara, og mun sú tilkynning birtast á vefsíðu og samfélagsmiðlum Stykkishólmsbæjar. Ef eitthvað kemur upp á eða þið verðið fyrir ónæði eða óþægindum af okkar völdum biðjum við ykkur um að hika ekki við að hafa samband og munum við bregðast við eins fljótt og auðið er.“ Lena Endre, sem fagnar 64 ára afmæli í sumar, er aðdáendum kvikmynda eftir bókum Stieg Larsson að góðu kunn. Þar leikur hún Eriku Berger í myndunum Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi. Þá lék hún sömuleiðis í sjónvarpsþáttunum Wallander, í annarri þáttaröð, og í The Master, kvikmynd Paul Thomas Anderson, með Joaquin Phoenix, Phillip Seymour Hoffman, Amy Adams og Lauru Dern. Bíó og sjónvarp Stykkishólmur Tengdar fréttir Matthew McConaughey klæddur í 66°Norður Kappinn var flottur í jakkanum frá 66°Norður og að sonur hans var ekki síðri í flíspeysunni. 24. febrúar 2014 14:45 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Sænska leikkonan Lena Endre lætur fara vel um sig í Stykkishólmi þessa dagana við tökur á átta þátta sjónvarpsseríu sem ber heitið 20/20 fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Yellowbird. Saga film er í lykilhlutverki við tökurnar og segir Bergsveinn Jónsson tökustaðastjóri að öllum sé mikið í mun að allt sé í nánu samstarfi við íbúa í Stykkishólmi. Tökuliðið mætti í Stykkishólm í byrjun vikunnar og sást til Lenu Endre á veitingastaðnum Narfeyrarstofu þar sem reikna má með að verði gestkvæmt næstu daga. Greint var frá því á vef RÚV í nóvember að serían væri skrifuð af Jónasi Margeiri Ingólfssyni, Jóhanni Ævari Grímssyni og Birki Blæ Ingólfssyni.Fjölmörg farartæki Samkvæmt heimildum Vísis gerist serían á Grænlandi þar sem fundur stendur yfir sem tengist loftslagsmálum og málefnum norðurslóða. Fóru handritshöfundar til Grænlands í fyrravetur og sagði Jónas Margeir í viðtali við RÚV að stuðst væri við sögur og atvik frá heimsókn þeirra þangað. Stykkishólmur virðist hafa verið valinn þar sem bærinn svipar á ýmsan hátt til bæja á Grænlandi. Er reiknað með því að tökur standi yfir að minnsta kosti til 13. mars. „Það er okkur mikið í mun að vinna í góðu samstarfi við ykkur kæru íbúar og er það okkur ofarlega í huga að þið verðið ekki fyrir óþægindum vegna starfs okkar. Okkur fylgja mikið af farartækjum ásamt nokkrir af stærri gerðinni og þó nokkuð umstang en við munum reyna að lágmarka umgang og truflun eins og mögulegt er,“ segir tökustjórinn Bergsveinn Jónsson á vef Stykkishólmsbæjar.Þekkt úr þríleik „Við komum til með að tilkynna ykkur reglulega í hvaða götum við komum til með að vera að vinna í með stuttum fyrirvara, og mun sú tilkynning birtast á vefsíðu og samfélagsmiðlum Stykkishólmsbæjar. Ef eitthvað kemur upp á eða þið verðið fyrir ónæði eða óþægindum af okkar völdum biðjum við ykkur um að hika ekki við að hafa samband og munum við bregðast við eins fljótt og auðið er.“ Lena Endre, sem fagnar 64 ára afmæli í sumar, er aðdáendum kvikmynda eftir bókum Stieg Larsson að góðu kunn. Þar leikur hún Eriku Berger í myndunum Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi. Þá lék hún sömuleiðis í sjónvarpsþáttunum Wallander, í annarri þáttaröð, og í The Master, kvikmynd Paul Thomas Anderson, með Joaquin Phoenix, Phillip Seymour Hoffman, Amy Adams og Lauru Dern.
Bíó og sjónvarp Stykkishólmur Tengdar fréttir Matthew McConaughey klæddur í 66°Norður Kappinn var flottur í jakkanum frá 66°Norður og að sonur hans var ekki síðri í flíspeysunni. 24. febrúar 2014 14:45 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Matthew McConaughey klæddur í 66°Norður Kappinn var flottur í jakkanum frá 66°Norður og að sonur hans var ekki síðri í flíspeysunni. 24. febrúar 2014 14:45
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10