Körfubolti

Grindavík lætur Bamba fara en Njarðvík sækir franskan miðherja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bamba er farinn.
Bamba er farinn. vísir/getty
Tiegbe Bamba leikur ekki meira með Grindavík í Dominos-deild karla en liðið hefur látið hann fara en hann er ekki talinn henta leikstíl liðsins.

Stjórn Grindavíkur tók þessa ákvörðun í dag en Karfan greinir frá. Í samtali við Körfuna sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, að um tíma stóð til þess að Belgi væri á leið til Grindavíkur en svo verður ekki.

Því fækkar um einn í leikmannahópi Grindavíkur en þeir gulklæddu hafa ekki verið upp á marga fiska í síðustu leikjum og hafa tapað þremur leikjum í röð. Þeir eru í sjöunda sæti deildarinnar.

Karfan greinir einnig frá því að Njarðvík hefur samið við franska miðherjann Eric Katenda sem lék síðast með Uppsala í sænsku deildinni en þar áður spilaði hann í Frakklandi.

Hann var ekki kominn með leikheimild í kvöld er Njarðvík tapaði fyrir Haukum en hann mun væntanlega koma inn í hóp Njarðvík fyrir næsta leik. Þær grænklæddu losuðu Julijan Rajic í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×