Enski boltinn

Rüdiger: Chelsea á að skammast sín

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rüdiger var ekki sáttur með félaga sína
Rüdiger var ekki sáttur með félaga sína vísir/getty
Antonio Rüdiger segir Chelsea eiga að skammast sín fyrir fjögurra marka tap liðsins fyrir Bournemouth í vikunni. Varnarmaðurinn var ekki sáttur með frammistöðu liðsins.

Chelsea tapaði 4-0 á Vitality vellinum á miðvikudag og var þetta aðeins í annað skiptið í sögunni sem Chelsea tapar með fjórum mörkum í úrvalsdeildinni, það gerðist síðast fyrir 22 árum síðan.

„Það þurfa allir að skammast sín fyrir hvað gerðist í síðasta leik,“ sagði Þjóðverjinn.

„Það geta allir tapað leik, en það er mikilvægt hvernig við töpum. Við sköpuðum ekkert í seinni hálfleik, N'Golo Kante átti hálffæri og það var allt sem við gerðum.“

„Við gerðum þeim allt of auðvelt fyrir.“

Chelsea datt niður í fimmta sæti deildarinnar en getur klifrað aftur upp í fjórða sætið, í það minnsta tímabundið, með sigri á Huddersfield í dag.

„Við segjumst vera topplið, en þetta má ekki gerast. Við verðum að halda haus.“

„Við þurfum að finna stöðugleika, eins og er eru allt of mikið af hæðum og lægðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×