Körfubolti

Framlengingin: Arnar er besti þjálfari deildarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hermann Hauksson og Fannar Ólafsson
Hermann Hauksson og Fannar Ólafsson s2 sport
Arnar Guðjónsson er besti þjálfari Domino's deildarinnar, Blikar eiga bara að spila á Íslendingum og það er lægð yfir ÍR. Þetta var á meðal þess sem kom fram í Framlengingunni í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport.

Framlengingin er staður þar sem mörg af helstu málefnum líðandi stundar eru rædd. Í þetta skiptið byrjaði Kjartan Atli Kjartansson á því að setja fram spurninguna um hver er besti þjálfari deildarinnar.

„Arnar Guðjónsson, eins og staðan er í dag,“ var Fannar Ólafsson fljótur að segja.

„Hann er varnarsinnaður, hann kann að búa til réttar færslur í vörn, hann sér liðið sitt rúlla allan hringinn.“

Hermann Hauksson tók undir með Fannari en nefndi einnig til sögunnar Einar Árna Jóhannsson og Ívar Ásgrímsson.

Breiðablik mætti til leiks gegn Skallagrími án atvinnumanna. Blikar eru svo gott sem fallnir og virðast hálfpartinn vera búnir að kasta inn handklæðinu. Er það rétt hjá þeim að senda erlendu leikmennina heim?

„Þeir eru bara miklu betri og spila skemmtilegri bolta, spila fyrir hvorn annan. Ég myndi alltaf bara senda þá burt og taka þetta rammíslenskt,“ sagði Hermann.

„Já, þetta er hárrétt. Þegar þú hefur ekkert að spila upp á þá viltu frekar búa til reynsu svo þeir hafi eitthvað að byggja á.“

Alla umræðuna má sjá hér að neðan þar sem þeir félagar ræða hvaða lið eru í lægð, hverjir nýta landsleikjahléið best og hverjir hefðu átt að gera betur í glugganum.

Klippa: Framlengingin: Arnar besti þjálfari deildarinnar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×