Enski boltinn

Arsenal átti ekki eitt skot að marki City í síðari hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Arsenal voru súrir í bragði eftir leik kvöldsins.
Leikmenn Arsenal voru súrir í bragði eftir leik kvöldsins. vísir/getty
Þrátt fyrir fínan fyrri hálfleik í dag tapaði Arsenal 3-1 fyrir Englandsmeisturum Manchester City á útivelli í dag.

City komst yfir á fyrstu mínútu leiksins áður en Arsenal jafnaði á elleftu mínútu. Arsenal spilaði vel í fyrri hálfleik en var samt sem áður 2-1 undir í hálfleik eftir tvö mörk frá Sergio Aguero.

Í síðari hálfleik var sótt á eitt mark. Manchester City réð lögum og lofum í leiknum og í síðari hálfleik átti Arsenal ekki eitt skot í átt að marki Manchester City.

Þetta er í fyrsta skiptið í tvö og hálft ár sem Arsenal á ekki skot í átt að marki andstæðinganna heilan hálfleik en það gerðist síðast í maí 2015 er andstæðingurinn var Manchester United.

Arsenal er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×