Lífið

Hafþór Júlíus stal senunni í Super Bowl auglýsingu Bud Light og GOT

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafþór skellti sér í Game Of Thrones búninginn fyrir auglýsinguna.
Hafþór skellti sér í Game Of Thrones búninginn fyrir auglýsinguna.

New England Patriots  er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum í nótt sem var sá 53. í röðinni og að þessu sinni spilaður á hinum stórglæsilega Mercedes-Benz leikvangi í Atlantaborg í Georgíufylki.

Eins og vanalega eru það auglýsingarnar sem fá mikla athygli en helstu stórfyrirtæki heims birta vanalega glænýjar auglýsingar milli leikhluta og í sérstökum auglýsingahléum.

„Í Game of Thrones, vinnur þú eða deyrð,“ segir aflraunamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson á Twitter og birtir í leiðinni auglýsingu Bud Light og Game Of Thrones í leiðinni.

Hafþór leikur stórt hlutverk í Super Bowl auglýsingu fyrirtækjanna og má sjá hana hér að neðan. HBO sem framleiðir þættina Game Of Thrones kom að auglýsingunni en lokaþáttaröð Game Of Thrones hefst í apríl og verður á dagskrá á Stöð 2. 


Tengdar fréttir

Einungis 1968 klukkustundir til stefnu til að rifja upp Game of Thrones

Game of Thrones hefur göngu sína á Stöð 2 eftir 82 daga en nýja serían verður eins og áður heimsfrumsýnd á Stöð 2 á sama tíma og hjá HBO klukkan 1 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl. Enn er nægur tími til að rifja upp en allar fyrri seríurnar eru inni á Stöð 2 Maraþon.

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Hafþór Júlíus Björnsson var beðinn um að fljúga til Kaliforníu til að safna fé fyrir slökkviliðsmenn. Arnold Schwarzenegger stóð fyrir fjáröfluninni og bauð Fjallinu í mat og UFC-áhorf á heimili sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×