Enski boltinn

Gomez þarf í aðgerð og verður mun lengur frá

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gomez verður áfram á meiðslalistanum.
Gomez verður áfram á meiðslalistanum. vísir/getty
Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, þarf að fara í aðgerð til þess að laga beinbrot í fæti en hann meiddist í leik gegn Burnley í byrjun desember.

Enski varnarmaðurinn meiddist snemma leiks gegn Burnley en hann var tæklaður af Ben Mee. Liverpool lenti undir í leiknum en náði að snúa leiknum sér í hag og vann 3-1 sigur.

Nú er komið í ljós að Gomez þarf að fara í aðgerð til þess að gera að mein sínu. Fyrst átti hann að vera frá í sex vikur en nú þarf hann að fara í aðgerð og verður mun lengur frá en fyrst var talið. Þó er ekki nein tímasetning á því hvenær Gomez á að vera mættur aftur á völlinn.







„Auðvitað er það erfitt að taka því að vera lengur frá en talið var í fyrstu en þetta er hluti af þessu,“ sagði Gomez en hann hafði spilað átján leiki í deildinni áður en hann meiddist fimmta desember.

„Þetta er mikill skellur fyrir strákinn og okkar því fyrir meiðslin var hann í frábæru formi,“ sagði Þjóðverjinn Jurgen Klopp og bætti við:

„Hann er of mikilvægur til þess að taka áhættu með, bæði fyrir núið og framtíðina. Hann fer í aðgerðina og kemur svo til baka þegar hann er tilbúinn. “










Fleiri fréttir

Sjá meira


×