Viðskipti innlent

Hugrún komin í Bláa lónið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hugrún Halldórsdóttir hefur mikla reynslu úr blaðamennsku.
Hugrún Halldórsdóttir hefur mikla reynslu úr blaðamennsku. vísir/vilhelm
Hugrún Halldórsdóttir fjölmiðlakona hefur tekið við starfi fjölmiðlafulltrúa hjá Bláa lóninu. Hugrún hóf störf í upphafi árs en hún hefur mikla reynslu af fjölmiðlum af ýmsum toga. Þannig hefur hún starfað hjá Morgunblaðinu, fréttastofu Stöðvar 2, séð um Ísland í dag, stýrt Bítinu á Bylgjunni og unnið þætti fyrir sjónvarp Símans.

Hugrún er menntaður hagfræðingur og mikil útivistarkona. Hefur hún starfað hjá Ferðafélagi Íslands við kynningarmál og ritstýrði meðal annars Ferðafélaganum. Þá var hún með almannatengslafyrirtækið Kvis ásamt stórvinkonu sinni Hödd Vilhjálmsdóttur.

Hugrún var meðal keppenda í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað í fyrra þar sem þau Daði Freyr Guðjónsson fóru á kostum. Komust þau í fimm manna úrslit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×