Körfubolti

Sjáðu hvernig Nikolas Tomsick hefur klárað tvo leiki í vetur með mögnuðum sigurkörfum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórsarar fagna sigurkörfu frá Nikolas Tomsick.
Þórsarar fagna sigurkörfu frá Nikolas Tomsick. Vísir/Daníel
Leikstjórnandinn Nikolas Tomsick hefur verið frábær á úrslitastundu með Þórsliðinu í Domino´s deild karla í vetur og skoraði í gær sína aðra sigurkörfu í blálok leiks.

Báðar sigurkörfurnar hafa verið á útivelli og báðar úr mjög krefjandi kringumstæðum.

Nikolas Tomsick tryggði Þórsliðinu 96-95 sigur á ÍR í Seljaskóla í gærkvöldi með þristi yfir miðherja ÍR-liðsins rétt fyrir leikslok. Nikolas Tomsick var með 24 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en hann skorað átta síðustu stig Þórsliðsins.

Karfa Nikolas Tomsick í gær minnti á sigurkörfu hans á móti Breiðabliki í Smáranum í nóvember. Tomsick skoraði þá flautuþrist og tryggði Þórsliðinu 110-107 sigur.

Nikolas Tomsick var með 41 stig og átta þrista í þessum sigri á Blikum 15. nóvember en sá sigur má segja kveikti í liðinu sem hefur síðan unnið marga góða sigra.

Körfuboltakvöld mun gera upp umferðina klukkan níu annað kvöld en sautjánda umferðin klárast með þremur leikjum í kvöld.

Þangað til er í lagi að skoða aðeins betur þessar tvær mögnuðu þriggja stiga körfur Nikolas Tomsick sem má sjá hér fyrir neðan.



Klippa: Sigurkörfur Nikolas Tomsick á móti Breiðablik og ÍR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×