Lífið

Lírukassi og kringlur

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, Eva Egesborg Hansen, sendiherra Danmerkur, og Herbert Beck, þýski sendiherrann, voru kát með opnun þessarar tíundu Þýsku kvikmyndahátíðar í Bíói Paradís. 
Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, Eva Egesborg Hansen, sendiherra Danmerkur, og Herbert Beck, þýski sendiherrann, voru kát með opnun þessarar tíundu Þýsku kvikmyndahátíðar í Bíói Paradís.  Fréttablaðið/Ernir
Aðstandendur skreyttu anddyrið með þýsku skrauti, buðu upp á þýskar veitingar og Björgvin Tómasson lék á lírukassa fyrir og eftir sýningu. Kvikmyndaunnendur létu sig ekki vanta enda tíunda árið í röð sem hátíðin er haldin en það er Goethe-Institut í Danmörku og þýska sendiráðið á Íslandi sem hafa veg og vanda af hátíðinni sem stendur fram til 10. febrúar.

Á hátíðinni má sjá brot af því besta úr þýskri kvikmyndalist með úrvali af sjö sérvöldum nýjum og fjölbreyttum bíóperlum en undir lok hátíðarinnar verður Bíói Paradís breytt í þýskan teknóklúbb með öllu tilheyrandi laugardaginn 9. febrúar.

Bettina Senff, forstöðukona Goethe-stofnunarinnar í Danmörku, og Herbert Beck, sendiherra Þýskalands. Fréttablaðið/Ernir
Sabine Friðfinnsson mætti ásamt þeim Svönu og Berglindi. Fréttablaðið/Ernir
Björgvin Tómasson orgelsmiður með lírukassann. Fréttablaðið/Ernir
Sveinn Aðalsteinsson og Ágúst Guðmundsson. Fréttablaðið/Ernir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×