Enski boltinn

Guardian: Brak og brestir í titilvonum Liverpool-liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk. Getty/Simon Stacpoole
Einn virtasti íþróttablaðamaður Englendinga skrifar pistil í dag þar sem hann skrifar um sína sýn á Liverpool-liðinu sem hefur nú tapað fjórum stigum í síðustu sex leikjum sínum.

Barney Ronay er yfirmaður íþróttadeildarinnar hjá The Guardian og var kosinn blaðamaður ársins 2018 hjá stuðningsmannasamtökum enska fótboltans.

Ronay hefur áhyggjur af Liverpool-vörninni sem var eins og ókleifur veggur fram eftir öllu tímabili en hefur gefið mörg færi á sér í undanförnum leikjum.

Það er eins og að stressið og álagið í titilbaráttunni sé farin að hafa mikil áhrif á leik Liverpool liðsins að undanförnu. „Það eru farnir að heyrast brak og brestir,“ skrifar Barney Ronay í pistli sínum.





„Það er erfitt að líta fram hjá sönnunargögnum síðustu vikna. Liverpool liðið er nú teygt í sundur á nákvæmlega sama stað og liðið var svo öflugt, þétt og sterkt á fyrri hluta tímabilsins,“ skrifar Barney Ronay.

„Það er klisja en líka alveg satt eða næstum því að hamstola háklassa sókn getur komið þér í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en það er ósáttfús vörn sem vinnur fyrir þig deildartitla,“ skrifar Ronay.

„Það hefur eitthvað breyst í liði Jürgen Klopp. Það voru tímapunktar í þessum leik þar sem liðið lét West Ham líta út eins og lið sem getur skaðað þig. Þetta var sama West Ham lið sem hafði aðeins skorað eitt mark í síðustu þremur leikjum sínum. West Ham átti sjö skot í fyrri hálfleik og Anderson fór á kostum með laglegum tilþrifum á vinstri vængnum,“ skrifaði Ronay.

„Þessi úrslit þýða að Liverpool hefur aðeins haldið einu sinni hreinu í síðustu sjö leikjum. Það er samt augljósar ástæður fyrir þessu. Liðið vantar þrjá lykilmenn í vörnina eða hinn frábæra Joe Gomez, hinn öfluga Trent Alexander-Arnold og alls ekki svo slæman Dejan Lovren,“ skrifar Ronay.

„Liverpool sóknin var líka slök og Mo Salah var eins og draugur í fyrri hálfleiknum. Hann hefur kannski efni á einum slíkum leik,“ skrifar Ronay.

„Liverpool fær tveggja vikna frí eftir Bournemouth-leikinn á laugardaginn, leik sem þeir munu reyna að sleppa frá án frekari skaða í titilbaráttunni. Nú er þetta spurningum um hversu vel Klopp mun takast að lagfæra alla þessa vankanta í vörninni fyrir leikinn mikilvæga á Old Trafford. Það gæti ráðið miklu um hvert tímabilið þeirra fer héðan frá,“ skrifar Ronay en það má finna allan pistil hans hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×