Enski boltinn

Jamie Carragher: United með betri leikmannahóp en Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane skorar fyrir Liverpool á móti Manchester United fyrr á þessu tímabili.
Sadio Mane skorar fyrir Liverpool á móti Manchester United fyrr á þessu tímabili. Getty/Robbie Jay Barratt
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður aðalliðs Liverpool í sautján ár, er á því að Liverpool sem með lélegri leikmenn en Manchester United.

Liverpool er með þriggja stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Manchester United liðið er fjórtán stigum og fjórum sætum neðar.  

Liverpool hefur aftur á móti tapað fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum og misst af af sjö stigum á nýju ári. Manchester United hefur unnið alla leiki sína nema einn síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við.

„Ég held að við séum farnir að sjá merki um það að United sé með betri leikmannahóp en Liverpool,“ sagði Jamie Carragher í viðtali við Eurosport.





„Þegar ég sagði að Manchester United væri með betri leikmannahóp en Liverpool þá hélt fólk að ég væri orðinn eitthvað skrýtinn en það er bara að koma í ljós,“ sagði Carragher.

Carragher gagnrýndi sérstaklega það að Jürgen Klopp hafi leyft Nathaniel Clyne að fara á láni til Bournemouth.

„Hann gerði mistök þar. Ég veit að það hafa komið upp meiðsli en hann átti ekki að sleppa honum. Nú hefur James Milner spilað bakvörðinn tvisvar og hann lítur út eins og leikmaður í rangri stöðu,“ sagði Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×