Enski boltinn

Rannsaka kynþáttaníð í garð Mo Salah í West Ham leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah á London leikvanginum á mánudagskvöldið.
Mohamed Salah á London leikvanginum á mánudagskvöldið. Getty/Richard Heathcote
Stuðningsmenn West Ham eru sakaðir um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Mohamed Salah í leik West Ham og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið.

Rannsókn er hafin á vegum West Ham á umræddu meintu kynþáttaníði en Sky Sports segir frá málinu.

Mohamed Salah skoraði ekki í leiknum þar sem Liverpool gerði 1-1 jafntefli og tapaði tveimur dýrmætum stigum í titilbaráttunni.

Umrætt kynþáttaníð varð meðal annars þegar Mohamed Salah fór að taka hornspyrnu í leiknum en í myndband á samfélagsmiðlum má heyra stuðningsmenn West ham ausa mjög ljótum orðum og kynþáttahatri yfir hin egypska Salah.





Twitter-notandi skrifaði líka um atvik í leiknum á samfélagsmiðlunum sínum. „Ég fór að horfa á leik West Ham og Liverpool og heyrði þar ógeðslega hluti. Fólk eins og þetta á ekki skilið að eiga einhvern stað í okkar þjóðfélagi hvað þá að mega mæta á fótboltaleiki,“ skrifaði hann.

West Ham fór strax í málið og í yfirlýsingu segir félagið að það hafi ekkert umburðarlyndi gagnvart ofbeldi, móðgandi hegðun eða kynþáttahatri og að hjá félaginu eigi að vera pláss fyrir alla.

West Ham sagði blaðamanni Sky Sports frá því að nú muni það leita allra leiða til að finna viðkomandi níðinga og í framhaldi verður hegðun þeirra tilkynnt til lögreglu og þeir settir í bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×