Enski boltinn

Vilja stuðningsmenn Everton frekar tapa í kvöld en að hjálpa Liverpool?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmaður Everton.
Stuðningsmaður Everton. Getty/Robbie Jay Barratt
Einn ársmiðahafi hjá Everton ætlar að halda með Manchester City á Goodison Park í kvöld og gaf því miðann sinn á City-leikinn. Allt betra en að Liverpool verði meistari.

Fréttaritari Sky Sports skellti sér niður í miðborg Liverpool, hitti þar nokkra stuðningsmenn Everton og spurði þá út í leik Everton og Manchester City í kvöld.

Manchester City kemst á toppinn með sigri en Everton myndi hjálpa erkifjendum sínum í Liverpool með því að taka stig af Englandsmeisturunum.

Útsending frá leik Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton á móti Manchester City hefst klukkan 19.35 á Stöð 2 Sport.

Liverpool hefur ekki unnið enska meistaratitilinn í 29 ár eða síðan vorið 1990. Liðið hefur líklega aldrei verið nærri því en á þessari leiktíð. Það getur verið erfitt fyrir sumar stuðningsmenn Everton að horfa upp á það.

Hér fyrir neðan má sjá skoðun nokkurra stuðningsmanna Everton um hvort að þeir væru vildu að Everton-liðið tapaði leiknum frekar en að hjálpa Liverpool.

Einn af þeim er mjög harður í sinni skoðun á Liverpool og titilmöguleikum nágrannanna en aðrir horfa á leikinn á raunhæfari hátt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×