Íslenski boltinn

Börkur: Guðni þarf sinn tíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að Guðni Bergsson þurfi sinn tíma sem formaður KSÍ og segir að hiti sé að færast í formannsslaginn.

Guðni og Geir Þorsteinsson berjast um formannsstólinn en kosið verður á ársþingi KSÍ á laugardaginn. Guðjón Guðmundsson tók stöðuna á formanni Vals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Ef maður horfir á loftmyndirnar af þessum átökum þeirra þá er í þetta fyrsta skipti sem baráttan fer út fyrir hreyfinguna og er á meðal almennings en ekki beint inn í hreyfingunni,“ sagði Börkur.

„Innan hreyfingarinnar eru línurnar nokkuð skýrar og vita um hvað þetta snúist allt saman. Ég held að stóri málin eru kannski ekkert svo stór innan hreyfingarinnar,“ sagði Börkur enn frekar og talaði þá um meðal annars styrktarsamninga KSÍ.

„Guðni er búinn að vera stuttan tíma. Hann tekur við af fínum formanni og þar áður framkvæmdarstjóra sem var búinn að vera í 25 ár. Guðni þarf sinn tíma.“

En kom framboð Geirs hreyfingunni á óvart?

„Já, að einhverju leyti en samt ekki. Það tók nýr maður við og auðvitað verða kurr og hlutirnir verða gerðir öðruvísi. Auðvitað verða einhverjir pirraðir eins og gengur og gerist en ég held að þetta sé til hins góðs að menn takist aðeins á.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan en vekja má athygli á því að Geir og Guðni mætast í kappræðum á Stöð 2 Sport í kvöld. Blásið verður til leiks klukkan 21.45.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×