Erlent

May komin til Brussel að ræða baktrygginguna

Kjartan Kjartansson skrifar
May og Juncker stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í Brussel í morgun,.
May og Juncker stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í Brussel í morgun,. Vísir/EPA
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er sögð ætla að leggja áherslu á að Bretar geti ekki látið svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi festa þá inn í Evrópusambandinu þegar hún hittir evrópska ráðamenn í Brussel í dag.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tók á móti May í Brussel í morgun. May er þangað komin til að ræða breytingar á útgöngusamningi sem breska þingið hafnaði með afgerandi meirihluta í janúar.

Helsti ásteytingarsteinninn er svonefnd baktrygging fyrir Írland sem er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnu landamæraeftirliti á milli Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi. Samkvæmt útgöngusamningnum sem var hafnað giltu.

Innan við tveir mánuðir eru nú til þess dags sem Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu. Ætlar May að reyna að fá evrópska leiðtoga sem hafa fram að þessu neita að semja frekar um baktrygginguna til þess að gefa eftir.

Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Brussel segir að nær engar væntingar séu um að nokkur árangur náist á fundum May í dag. Evrópskir ráðamenn séu orðnir langþreyttir á því að Bretar hafi kosið að segja skilið við sambandið en leiti í sífellu til Brussel til að tryggja að útgangan gangi vel og sársaukalaust fyrir sig fyrir þá.


Tengdar fréttir

May heldur til Brussel til viðræðna á fimmtudag

Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að brýna fyrir evrópskum leiðtogum nauðsyn þess að þeir fallist á breytingar á svonefndri baktryggingu á írsku landamærunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×