Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 12:00 Teikning af Rosalind Franklin á yfirborð Mars. Vísir/ESA Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) hefur opinberað nafn nýs Mars-fars sem skjóta á til rauðu plánetunnar á næsta ári. Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. Nafnið Rosalind Franklin var valið úr rúmlega 36 þúsund tillögum. Rosalind Elsie Franklin var breskur efnafræðingur sem kom meðal annars að uppgötvun uppbyggingar erfðaefnis. Á vef ESA segir að vélmennið verði fyrsta Mars-farið sem búi bæði yfir getu til að ferðast um að bora í yfirborð plánetunnar. Rosalind Franklin mun bora allt að tvo metra undir yfirborðið, taka þaðan sýni, greina sýnin og leita vísbendinga um leifar lífs eða mögulega núverandi lífs.Vitað er að vatn fannst á yfirborði Mars á árum áður og hefur vatn fundist neðanjarðar. Þar að auki hefur könnunarfarið Curiosity fundið lífrænar sameindir og metan.Sjá einnig: Fundu stöðuvatn neðanjarðar á MarsRosalind mun senda niðurstöður sínar og aðrar upplýsingar til jarðarinnar í gegnum geimfarið Trace Gas Orbiter, sem er á sporbraut um Mars og notað er til að kanna andrúmsloft plánetunnar og þá sérstaklega með því markmiði að finna agnir af gasi sem gætu komið frá lífverum eða lífrænum efnum. Til stendur að lenda vélmenninu á stað sem nefnist Oxia Planum. Það svæði er nærri miðbaug Mars og er talið að þar hafi áður verið mikið vatn. Því þyki mögulegt að finna ummerki lífs þar. ESA hefur einnig hug á því að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar og er undirbúningur fyrir slíkt verkefni þegar hafinn í samstarfi við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA).David Parker, yfirmaður hjá ESA, segir slíkt vera mikið og erfitt verk. Það fæli í sér fjölmörg verkefni þar sem hvert væri hinu erfiðara og flóknara. Our #ExoMars @ESA_MarsRover has a name: Rosalind Franklin! The prominent scientist behind the discovery of the structure of #DNA will leave her symbolic footprint on #Mars in 2021. https://t.co/BNbJTaUkB2 #ScienceAtESA #ScienceIsEverywhere #OnceExplorersAlwaysExplorers pic.twitter.com/tQP71sZun0— ESA (@esa) February 7, 2019 Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) hefur opinberað nafn nýs Mars-fars sem skjóta á til rauðu plánetunnar á næsta ári. Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. Nafnið Rosalind Franklin var valið úr rúmlega 36 þúsund tillögum. Rosalind Elsie Franklin var breskur efnafræðingur sem kom meðal annars að uppgötvun uppbyggingar erfðaefnis. Á vef ESA segir að vélmennið verði fyrsta Mars-farið sem búi bæði yfir getu til að ferðast um að bora í yfirborð plánetunnar. Rosalind Franklin mun bora allt að tvo metra undir yfirborðið, taka þaðan sýni, greina sýnin og leita vísbendinga um leifar lífs eða mögulega núverandi lífs.Vitað er að vatn fannst á yfirborði Mars á árum áður og hefur vatn fundist neðanjarðar. Þar að auki hefur könnunarfarið Curiosity fundið lífrænar sameindir og metan.Sjá einnig: Fundu stöðuvatn neðanjarðar á MarsRosalind mun senda niðurstöður sínar og aðrar upplýsingar til jarðarinnar í gegnum geimfarið Trace Gas Orbiter, sem er á sporbraut um Mars og notað er til að kanna andrúmsloft plánetunnar og þá sérstaklega með því markmiði að finna agnir af gasi sem gætu komið frá lífverum eða lífrænum efnum. Til stendur að lenda vélmenninu á stað sem nefnist Oxia Planum. Það svæði er nærri miðbaug Mars og er talið að þar hafi áður verið mikið vatn. Því þyki mögulegt að finna ummerki lífs þar. ESA hefur einnig hug á því að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar og er undirbúningur fyrir slíkt verkefni þegar hafinn í samstarfi við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA).David Parker, yfirmaður hjá ESA, segir slíkt vera mikið og erfitt verk. Það fæli í sér fjölmörg verkefni þar sem hvert væri hinu erfiðara og flóknara. Our #ExoMars @ESA_MarsRover has a name: Rosalind Franklin! The prominent scientist behind the discovery of the structure of #DNA will leave her symbolic footprint on #Mars in 2021. https://t.co/BNbJTaUkB2 #ScienceAtESA #ScienceIsEverywhere #OnceExplorersAlwaysExplorers pic.twitter.com/tQP71sZun0— ESA (@esa) February 7, 2019
Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira