Enski boltinn

Sjáðu nýjustu tæknina á leikjum Arsenal, Man. City og Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skjámynd/Twitter/@LFC
Arsenal, Manchester City og Liverpool ætla að bjóða upp á nýja og spennandi tækni á leikjum sínum frá og með næsta mánuði.

Guardian segir frá samstarfi þessara þriggja ensku úrvalsdeildarfélaga við Intel um að nýta nýjustu tölvutækni til að leyfa stuðningsmönnum og áhorfendum að upplifa leikina frá öllum mögulegum sjónarhornum.





„Intel True View“ gefur áhorfandanum allskyns möguleika eins og sjá sjónarhorn leikmannsins og öll atvik leikjanna frá öllum hliðum. Alls verða 38 myndavélar notaðar á leikvöngunum til að taka upp leikina og gefa um leið tækninni tækifæri til að geta sýnt allt sem gerist frá öllum sjónarhornum.

Tæknin verður tekin í notkun á Emirates, Ethiad og Anfield í mars næstkomandi og munu sjónvarpsstöðvarnar einnig geta nýtt sér hana.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt skýringarmyndband frá bæði Twitter-síðu Liverpool og Youtube síðu Guardian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×