Enski boltinn

Enginn farið framhjá Van Dijk á öllu tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gleymdu því gæti  Virgil van Dijk verið að segja hér.
Gleymdu því gæti Virgil van Dijk verið að segja hér. Getty/Simon Stacpoole
Virgil van Dijk hefur verið frábær í vörn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool á þessu tímabili og er einn af lykilmönnunum í velgengni liðsins.

Í fótboltanum í dag er tekin saman margvísleg tölfræði um frammistöðu leikmanna liðanna.

LFC Stats Twitter-síðan vakti athygli á magnaðri tölfræði Van Dijk á þessu tímabil og má sjá hana hér fyrir neðan.





Enginn leikmaður, hvorki í ensku úrvalsdeildinni eða Meistaradeildinni, hefur náð því að komast framhjá Virgil van Dijk með boltann á allri leiktíðinni.

Það er komið fram í febrúar og Virgil van Dijk hefur þegar spilað 31 leik og í 2755 mínútur í þessum tveimur sterkustu deildum í fótboltanum í dag.

Virgil van Dijk er heldur betur kominn í heimsklassa og er orðinn einn af bestu miðvörðum heims í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×