Innlent

Maður hékk á göngubrúnni yfir Miklubraut

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi klukkan á fjórða tímanum í dag.
Frá vettvangi klukkan á fjórða tímanum í dag. Vísir/JóiK
Sérsveit lögreglu og slökkvilið var kölluð út að göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna á fjórða tímanum í dag þar sem tilkynnt hafði verið um karlmann hangandi á göngubrúnni. Maðurinn hótaði því að stökkva af brúnni.

Fjölmargir vegfarendur á öllum aldri, þar á meðal börn, fylgdust með aðgerðum á vettvangi. Sérsveitarmenn náðu manninum af brúnni en hann hreyfði við miklum mótmælum þegar þeir náðu til hans og tóku yfir grindverkið á brúnni.

Umferð var stöðvuð um Miklubraut á meðan aðgerð stóð.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.

Nánari upplýsingar hér.

Tilkynning frá lögreglu vegna málsins

Á fjórða tímanum í dag barst lögreglu tilkynning um vegfaranda í ójafnvægi á göngubrú á Miklubraut, á móts við Kringluna, en óttast var að viðkomandi kynni að fara sér að voða.

Brugðist var fljótt við og tókst að afstýra því að illa færi, en vegfarandum var síðan komið í hendur viðeiganda aðila. Eilítil röskun varð á umferð vegna þessa, en loka varð fyrir umferð í stutta stund á meðan aðgerðum á vettvangi stóð.

Uppfært klukkan 16:44 með tilkynningu lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×