Enski boltinn

Allt inn hjá Alisson á nýju ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alisson Becker hefur ekki fundið sig á nýju ári.
Alisson Becker hefur ekki fundið sig á nýju ári. Getty/Robbie Jay Barratt
Árið 2019 hefur ekki byrjað vel fyrir Alisson Becker í marki Liverpool en liðið sem fékk fæst mörk á sig fyrir áramót gengur mjög illa að halda marki sínu hreinu á nýju ári.

Alisson hefur fengið á sig sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2019 eða fleiri mörk en allir aðrir markverðir „stóru sex“ liða deildarinnar.

Alisson hefur aðeins náð að verja 4 af 11 skotum sem gerir bara 36,4 próent markvörslu.

Það þýðir að hann er með lægstu markvörsluna af öllum tuttugu markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa varið að minnsta kosti þrjú skot á árinu 2019.

Squawka Football tók þessa tölfræði saman og birti eins og sjá má hér fyrir neðan.





Alisson hefur haldið marki sínu þrettán sinnum hreinu í 25 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem er hans fyrsta í Englandi.

Brasilímaðurinn hélt markinu sínu aftur á móti hreinu í tólf af fyrstu nítján leikjum sínum (63 prósent) en hefur aðeins haldið einu sinni hreinu í síðustu sex leikjum (17 prósent). Á þessu er mikill munur.

Getty/Clive Brunskill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×