Handbolti

Ótrúlegt mark hjá lærisveini Alfreðs | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hendrik Pekeler skoðar markið sitt.
Hendrik Pekeler skoðar markið sitt. skjáskot/dkb
Henrik Pekeler, línu- og varnarmaður Kiel í þýsku 1. deildinni í handbolta, skoraði mögulega mark ársins í fyrsta leik eftir HM-fríið.

Kiel vann þá titölulega þægilegan sigur á Göppingen á útivelli, 29-25, og heldur áfram baráttunni við Flensburg um þýska meistaratitilinn en Kiel hefur verið á ótrúlegu skriði eftir erfiða byrjun.

Pekeler skoraði markið af línunni með því að skrúfa boltann yfir höfuðið á sér nánast liggjandi í gólfið og inn, óverjandi fyrir markvörð heimamanna sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð.

Þýski landsliðsmaðurinn mætti svo til viðtals á Sky Sports eftir leik og gat ekki annað en glaðst yfir þessum tilþrifum sínum.

Markið flotta má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×