Enski boltinn

Liverpool græddi 16,5 milljarða og setti nýtt heimsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar einu marka sína fyrir Liverpool.
Mohamed Salah fagnar einu marka sína fyrir Liverpool. Getty/Robbie Jay Barratt
Liverpool hefur staðfest methagnað félagsins á keppnistímabilinu 2017 til 2018.

Liverpool hagnaðist um 125 milljónir punda fyrir skatta og gróðinn hækkaði um 40 milljónir punda frá tímabilinu á undan. Þetta gerir 106 milljónir punda hagnaður sem gera 16,5 milljarða gróða í íslenskum krónum.

BBC skrifar um mikla gróða Liverpool og segir félagið hafa með þessu sett nýtt heimsmet.





Alls voru heildartekjur Liverpool á síðasta tímabili 455 milljónir punda og hækkuðu um 90 milljónir punda milli tímabila.

Stór hluti tekjuöflunar Liverpool kemur í gegnum árangur liðsins í Meistaradeildinni en félagið fékk 72 milljónir punda fyrir að komast alla leið í úrslitaleikinn.

Liverpool fékk síðan 142 milljónir punda fyrir söluna á Philippe Coutinho til Barcelona í janúar 2018.

Sjónvarpstekjur Liverpool jukust mikið eða frá 66 milljónum upp í 220 milljónir og auglýsingatekjur fór úr 17 milljónum punda upp í 154 milljónir. Þá jukust tekur Liverpool af leikjum á Anfield úr 7 milljónum punda upp í 81 milljón punda.

Liverpool fékk alls 137 milljónir punda inn í félagið vegna sölu leikmanna en allur sá peningur fór í kaup á nýjum leikmönnum. Nýir leikmenn kostuðu Liverpool meira en 190 milljónir punda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×