Fótbolti

Tap í öðrum leik Berglindar og Önnu í Hollandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anna er hún skrifaði undir samninginn.
Anna er hún skrifaði undir samninginn. mynd/psv
Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvalsdóttir voru báðar í byrjunarliði PSV sem tapaði 2-0 fyrir Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Anna Björk gekk í raðir PSV í upphafi janúar en Berglind Björg kom á láni frá Breiðablik undir lok janúar. Þær byrjuðu vel og skoruðu báðar í fyrsta leiknum fyrir PSV.

Verkefni kvöldsins var hins vegar erfiðara og endaði leiknum með 2-0 tapi PSV. Ajax komst yfir á 22. mínútu og tvöfölduðu svo forystuna á 64. mínútu en þetta var annað tap PSV á tímabilinu.

PSV er á toppi deildarinnar með 40 stig eftir fyrstu sextán leikina í deildinni en Twente er í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir PSV. Ajax er svo í þriðja sætinu með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×