Fótbolti

Albert skoraði í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert fagnar í kvöld.
Albert fagnar í kvöld. vísir/getty
Albert Guðmundsson spilaði í um hálftíma og skoraði mark er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á NAC Breda er leikið var í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Guus Til kom AZ yfir á 33. mínútu eftir undirbúning Svíans Jonas Svensson og Guus Til var aftur á ferðinni á 54. mínútu er hann tvöfaldað forystuna.

Albert kom inn á sem varamaður á 64. mínútu og kærkomnar mínútu fyrir Albert sem hefur þurft að þola mikla bekkjarsetu að undanförnu.

Hann gerði sér lítið fyrir og þakkaði traustið með því að skora þriðja mark AZ í uppbótartímanum og tryggja þeim 3-0 sigur.

AZ er eftir sigurinn komið upp í fjórða sæti deildarinnar og er með 37 stig en þeir eru tveimur stigum á eftir Feyenoord sem er sæti ofar.

Gömlu félagar Alberts í PSV eru á toppnum með 55 sig en NAC er á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×