Enski boltinn

Mark á elleftu mínútu uppbótartíma skaut Leeds á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Barátta úr leiknum í dag.
Barátta úr leiknum í dag. vísir/getty
Leeds bjargaði mikilvægu stigi í toppbaráttu B-deildarinnar er liðið gerði 1-1 jafntefli við Middlesbrough á útivelli en jöfnunarmark Leeds kom í uppbótartíma.

Staðan var markalaus í hálfleik en fyrra mark leiksins kom í upphafi síðari hálfleiks er Lewis Wing kom Tony Pulis og lærisveinum hans í Middlesbrough yfir.

Alvarlegt atvik á varamannabekk Leeds í síðari hálfleik gerði það að verkum að uppbótartíminn var tólf mínútur en sjúkraliðar huguðu að einum úr hóp Leeds í langan tíma í síðari hálfleiknum.

Á elleftu mínútu uppbótartíma var það Kalvin Phillips sem skoraði mikilvægt jöfnunarmark Leeds og lokatölur 1-1.

Middlesbrough er rétt á eftir Leeds en Middlesbrough er í fjórða sætinu með 52 stig. Þeir eiga þó leik til góða á Leeds.

Tvö efstu liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina en næstu fjögur sæti fara í umspil. Leiknar eru 46 umferðar í ensku B-deildinni.

Staða toppliðanna:

1. Leeds - 58 stig - 31 leikir

2. Norwich - 57 stig - 30 leikir

3. Sheffield United - 55 stig - 31 leikir

4. Middlesbrough - 52 stig - 30 leikir

5. WBA - 50 stig - 29 leikir

6. Bristol City - 47 stig - 29 leikir

------

7. Derby County - 47 stig - 29 leikir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×